Útblástur frá ökutækjum - truflun fyrir gangandi vegfarendur

Útblástur frá ökutækjum - truflun fyrir gangandi vegfarendur

Nokkuð hef­ur borið á kvört­un­um vegna ökutækja sem skilin eru eftir í gangi við stofnanir og aðra staði í sveitarfélaginu.

Ökutæki í lausagangi losar mikið magn af loftmengandi efnum sem geta verið heilsuspillandi. Að anda að sér mikilli loftmengun getur valdið fólki töluverðum óþægindum svo sem ertingu í öndunarfærum og augum.

Biðlað er til ökumanna að virða rétt fólks til að anda að sér heilnæmu lofti og menga ekki andrúmsloftið að óþörfu á þeim stöðum þar sem óþægindi eru augljós af völdum mengunar. Þetta á sérstaklega við um við þjónustustofnanir, skóla, verslanir og aðra staði þar sem óþæg­indi eru aug­ljós af völd­um meng­un­ar og hættu vegna öku­tæk­is­ins sjálfs.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér lögreglusamþykkt sem var gefinn út í maí 2019 fyrir sveitarfélögin í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. HÉR

samkv. 23. gr. lögreglusamþykktarinnar kemur þetta fram;

„Vélar kyrrstæðra bifreiða og vinnuvéla sem ekki eru í notkun er óheimilt að hafa í gangi eða skilja eftir í gangi lengur er nauðsynlegt er, svo komast megi hjá mengun og hávaða á almannafæri og annars staðar þar sem ætla má að slíkt valdi óþægindum.“

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?