Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra gjörir kunnugt:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga er hafin.

Greiða má atkvæði hjá kjörstjóra á skrifstofu Húnaþings vestra sem hér segir: ATH breytta staðsetningu

  • Ráðhúsið á Hvammstanga, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, virka daga, kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 – 16:00

Einnig má kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem hér segir:

  • Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, virka daga frá kl. 9:00 til 15:00.
  • Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, virka daga, kl. 9:00 til 15:00

Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 12. maí nk.

Athygli er vakin á því að kjósendur, sem eiga lögheimili utan umdæmis sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þurfa sjálfir að koma atkvæði sínu til skila en kjörstjóri getur komið atkvæðinu í póst að ósk kjósanda.

Kosið verður á heilbrigðisstofnunum innan umdæmisins í vikunni fyrir kjördag, nánar auglýst síðar.

Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum við kosninguna.

Hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra.

Var efnið á síðunni hjálplegt?