Upprekstur í Kirkjuhvamm

Þeir íbúar sem lögheimili eiga í fyrrum Hvammstangahreppi og hyggjast nýta sér heimild til upprekstrar búfjár í Kirkjuhvamm skulu tilkynna það skriflega til skrifstofu Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is

Tilgreina þarf fjölda sauðfjár og hrossa sem sleppt verður. Jafnframt er bent á að greiða ber tilskilin fjallskil af þeim búfénaði sem sleppt verður.

                                                                       Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Var efnið á síðunni hjálplegt?