Uppfærsla götumynda fyrir Google maps

Uppfærsla götumynda fyrir Google maps

Húnaþing vestra og Sýndarferð ehf. hafa gengið frá samkomulagi um 360 gráðu ljósmyndun (”Street View”­) af götum á Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri sumarið 2023. Google mun í framhaldinu gera myndirnar aðgengilegar á Google Maps. Þær myndir sem þar er að finna í dag voru teknar árið 2013. Á þeim tíu árum síðan myndirnar voru teknar hefur ýmislegt breyst auk þess sem ekki voru teknar myndir af öllum götum á Hvammstanga og ekkert myndað á Laugarbakka né Borðeyri. ”Street View” myndir eru í dag mikilvægar fyrir bæði íbúa og ferðamenn. Þær nýtast ferðamönnum við að rata um þorp og bæi, uppgvötva spennandi áfangastaði og gagnast við undirbúning ferða svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmyndir sem teknar voru fyrir áratug geta verið misvísandi og villandi þar sem umhverfi hefur breyst, ný hús byggð, þjónustuaðilar bæst við o.s.frv. Google hefur gefið út að ekki er á dagskrá að koma til Íslands á næstunni og treystir Íslendingum til að uppfæra myndirnar.

Líkt og á þeim myndum sem nú eru aðgengilegar verða allar persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar, svo sem bílnúmer og andlit.

Eysteinn Guðni Guðnason forsvarsmaður Sýndarferðar ehf. mun verða á ferðinni í júní eða júlí til að taka myndirnar. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?