Umsókn um styrk úr Pokasjóði

Umsókn um styrk úr Pokasjóði

Pokasjóður verslunarinnar var stofnaður árið 1995 og frá þeim tíma hefur sjóðurinn úthlutað samtals 3.000 milljónum til margvíslegra verkefna um land allt. Nú, 26 árum síðar er hins vegar komið að leiðarlokum og af því tilefni hefur verið ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki sem afhentir verða á árinu 2021.

Fyrst og fremst er horft til verkefna á sviði umhverfismála og útivistar. Starfandi félög eða félagasamtök sem vinna að metnaðarfullum verkefnum á þessum tveimur sviðum eru hvött til að sækja um á pokasjodur.is en frekari upplýsingar er þar að finna.

Með umsókn þessari skal fylgja ítarleg lýsing á verkefninu, framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun og hvernig fjárstyrknum verður varið ef til úthlutunar kemur. Eins þarf að koma fram tímaáætlun, hvenær verkefnið hófst og hvenær því lýkur.

Vinsamlega kynnið ykkur leiðbeiningar að neðan vegna umsóknar.

Einnig má hlaða niður leiðbeiningum á Word formi.

SÆKJA LEIÐBEININGAR VEGNA UMSÓKNAR - WORD SKJAL

Verði umsókn um styrk hafnað mun Pokasjóður ekki rökstyðja svarið.

Komi til styrkveitingar mun fyrsta greiðsla (allt að helmingur úthlutunarfjárins) koma til greiðslu einum mánuði eftir úthlutunardag. Lokagreiðsla mun fara fram þegar styrkþegi hefur skilað inn skýrslu um framgang verkefnisins og skýrslan hlotið samþykki sjóðsins.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2021. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér en jafnframt veita ráðgjafar SSNV aðstoð varðandi mótun verkefnis/hugmyndar, rekstraráætlun og yfirlestur á umsókn. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?