Umsagnir aðgengilegar á vef

Umsagnir aðgengilegar á vef

Stefna sveitarstjórnar Húnaþings vestra er að veita umsagnir um þau þingmál og mál í samráðsgátt stjórnvalda sem varða sveitarfélagið. Alla jafna eru slíkar umsagnir bókaðar í fundargerðir byggðarráðs. Þær eru sömuleiðis aðgengilegar á heimasíðu Alþingis undir viðkomandi þingmáli eða á samráðsgátt stjórnvalda á vefsvæði viðkomandi máls. Til að gera íbúum og öðrum áhugasömum auðveldara um vik að fylgjast með þeim umsögnum sem sendar eru inn um mál á vegum sveitarfélagsins verða þær framvegis birtar á umsagnarsíðu heimasíðu Húnaþings vestra, undir Útgefið efni.  

Umsagnir allt frá síðari hluta árs 2022 er að finna hér.

Var efnið á síðunni hjálplegt?