Umhverfisviðurkenningar veittar í 20. sinn

Umhverfisviðurkenningar veittar í 20. sinn

Þann 16. ágúst sl. voru umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra veittar í 20. sinn.  Verðlaunin eru veitt árlega  þeim aðilum sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið ásamt Ínu Björk Ársælsdóttur umhverfisstjóra.  Nefndina skipa Erla B. Kristinsdóttir, Birgir Þór Þorbjörnsson og Sólveig Hulda Benjamínsdóttir.  

Að þessu sinni voru veittar fjórar viðurkenningar.  Ein í dreifbýli, tveir heimilisgerðar og einn einstaklingur. 

Hvammstangabraut 1 Hvammstanga fyrir vel hirta og fallega einkalóð.  Eigendurnir Björg Sigurðardóttir og Stefán Þórhallsson hafa hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Smáragrund 5 Laugarbakka fyrir vel hirta og fallega einkalóð.  Eigandi Þráinn Traustason hefur hugað vel að umhirðu lóðarinnar sem ber honum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi

Ásland Fitjárdal fyrir vel hirta og snyrtilega landareign.  Eigendurnir Gyða Sigríður Tryggvadóttir og Þorgeir Jóhannesson hafa hugað vel að mannvirkjum og umhverfinu öllu, sem ber þeim gott vitni um atorku og umhyggju fyrir fallegu og snyrtilegu umhverfi.

Gunnlaugur Valdimarsson fyrir að huga vel að umhverfinu með því að tína upp rusl meðfram vegum í sveitarfélaginu.  Gunnlaugar hefur að eigin frumkvæði lagt sig fram um að tína upp rusl meðfram Þjóðvegi 1 og öðrum vegum í sveitarfélaginu, það ber honum gott vitni um atorku og umhyggju fyrir snyrtilegu umhverfi.

 Umhverfisviðurkenningar 2018

Var efnið á síðunni hjálplegt?