Umhverfisviðurkenningar 2015 - tilnefningar

Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga í umhverfismálum í Húnaþingi vestra 2015.
Húnaþing vestra veitir þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða/landareigna sinna. Nefnd vegna umhverfisviðurkenninga er skipuð af sveitarstjórn og heldur nefndin utan um valið. Veittar eru viðurkenningar í flokki fyrirtækja- og stofnanalóða, einkalóða og fyrir fallegasta bændabýlið. Misjafnt getur verið frá ári til árs í hvaða flokkum viðurkenningar eru veittar.

 

Umhverfisviðurkenningar verða veittar á fjölskyldudegi Elds í Húnaþingi, laugardaginn 25. júlí.

Hægt er að skila inn tilnefningum til Ínu Bjarkar, umhverfisstjóra á netfangið umhverfisstjori@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?