Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra voru veittar á fjölskyldudegi „Elds í Húnaþingi“ laugardaginn 25. júlí s.l.
Eftirtaldir hlutu viðurkenningu að þessu sinni;
Gærurnar – hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga fyrir framlag sitt til umhverfis-og samfélagsmála.
Ólafshús – Falleg eign á Borðeyri fyrir einkalóð og endurbætur húsnæðis.
Hvammstangabraut 32 – fallegur og vel hirtur einkagarður á Hvammstanga
Sindrastaðir – Lækjamóti, Víðidal. Stílhreint og fallegt mannvirki og umhverfið allt til fyrirmyndar.