Umhverfismoli

aramot3.jpg

Flugeldaleifar og annað rusl eru fylgifiskur áramóta og eru íbúar hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi og tína upp flugeldaleifar eftir gamlárskvöld. Björgunarsveitin Húnar fer að venju á nýjársdag um Hvammstanga og hirðir upp flugeldaleifar, það auðveldar þeim vinnuna sé fólk búið að safna þeim saman í hrúgu og setja við lóðamörk.

Það er í lagi að setja flugeldaleifarnar í tunnuna fyrir almennt heimilissorp (EKKI í endurvinnslutunnuna) Ónotuðum skoteldum á að skila sem spilliefni í Hirðu.

Mikill hávaði og aukið svifryk er einnig fylgifiskur áramóta. Gott er að hafa það í huga fyrir þá sem viðkæmir eru.

Meginatriði er að fara gætilega, nota hanska og hlífðargleraugu og njóta stundarinnar.

Kæru íbúar gleðilega hátíð og takk fyrir góða samvinnu.

Umhverfisstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?