Umhverfisdagur í Húnaþingi vestra

Umhverfisdagur í Húnaþingi vestra

Grunnskólinn, leikskólinn og tónlistarskólinn sameinast nk. miðvikudag, 20. september, á umhverfisdeginum og bjóða þér með. Þau hvetja alla íbúa Húnaþings vestra til þess að taka þátt í deginum með þeim, en það verður hægt að gera með ýmsum hætti.

Auka opnun verður á Hirðu gámasvæði þennan dag, milli kl 13-17

Íbúar geta sýnt stuðning með að taka þátt í viðburðinum HÉR  

og t.d. með að velja heilsusamlegri ferðamáta þennan dag, týna rusl, fara ferð á gámasvæðið, ganga frá garðinum fyrir veturinn, skila flöskum og dósum í endurvinnslu, planta haustlaukum og margt fleira.

Gaman væri ef einhverjir vildu deila með öðrum afrekum sínum þennan dag með myndum inn á viðburðinn á Facebook.

 

Eigum gleðilegan umhverfisdag - saman

Var efnið á síðunni hjálplegt?