Umhverfisdagur 2023

Mynd er í eigu Grunnskóla Húnaþings vestra
Mynd er í eigu Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrsti sameiginlegi Umhverfisdagur leik-, grunn- og tónlistarskóla var haldinn í gær. Áherslur þessa fyrsta dags var hreinsun á Hvammstanga og má með sanni segja að það hafi gengið vonum framar. Á um klukkustund tókst nemendum og starfsfólki að plokka saman 50 kíló af rusli. Sveinn húsvörður sá um að fara með ruslið í Hirðu sem var með auka opnun fyrir íbúa vegna dagsins. Nytjamarkaðurinn var einnig með opið, bæði í verslun og að taka á móti vörum frá íbúum.

Eftir að nemendur höfðu lokið við að plokka héldu mið- og unglingastig til málstofa þar sem þau ræddu um hvað mætti betur fara í sveitarfélaginu þegar kemur að hreinsun og sorphirðu. Einnig ræddu þau um hvað þeim finnst þurfa hlúa betur að fyrir unglinga.

Við erum ánægð með samstarfið og hlökkum til Umhverfisdagsins í vor og munum leggja okkar að mörkum til þess að sem flestir taki þátt með okkur.

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?