Tónlistarkennari – tímabundið starf

Tónlistarkennari – tímabundið starf
Tónlistarkennari – tímabundið starf
Tónlistarskóli Húnaþings vestra auglýsir eftir tónlistarkennara í tímabundið starf frá 1. janúar 2026 til 31. desember 2026.
Um er að ræða 60–80% starfshlutfall.
Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla á gítar og trommur.
  • Þátttaka í samspili með nemendum og samstarf við aðra kennara.
  • Fræðsla, undirbúningur og skipulag tónlistarstarfs í samræmi við starfsemi tónlistarskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun í tónlist og á viðkomandi hljóðfæri.
  • Reynsla af kennslu er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð samskiptahæfni og jákvæðni í starfi.
  • Færni til að vinna í teymum og með fjölbreyttum hópi nemenda.
Kjör og ráðning
  • Starfið launast samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
  • Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940, né fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
Umsóknarferli
Umsókn um starfið skal fylgja:
  • ferilskrá og afrit af prófskírteinum,
  • kynningarbréf þar sem fram kemur áhugi á starfinu og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda,
  • upplýsingar um umsagnaraðila.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsóknir sendist á: palinaf@skoli.hunathing.is
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Pálína Fanney Skúladóttir, sími 867 7159, palinaf@skoli.hunathing.is
Um Tónlistarskóla Húnaþings vestra
Tónlistarskóli Húnaþings vestra starfar í nánu samstarfi við Grunnskóla Húnaþings vestra og er staðsettur í sama húsnæði. Skólinn leggur áherslu á að veita nemendum góða og fjölbreytta tónlistarfræðslu og að skapa jákvætt og uppbyggilegt námsumhverfi þar sem samspil, sköpun og gleði í tónlist eru í forgrunni.
Starfsumhverfið einkennist af metnaði, góðum starfsanda og þéttum tengslum milli kennara, nemenda og samfélagsins í heild.
Var efnið á síðunni hjálplegt?