Tillögur að breytingum á gjaldskrá Leikskólans Ásgarðs – opið samráð

Tillögur að breytingum á gjaldskrá Leikskólans Ásgarðs – opið samráð

Markmið tillagnanna er að minnka heildartíma sem nemendur verja í leikskóla til að mæta styttingu vinnuviku og lækka kostnað foreldra við leikskólagöngu.

Lagt er til að foreldrar hafi möguleika um þrennt:

  1. Börn séu ekki með vistun eftir klukkan 14 á föstudögum og foreldrar skrái börn sín þessu til viðbótar á 10 skráningardaga (frídaga) á ári.
  2. Foreldrar skrái börn sín á 20 skráningardaga (frídaga) á ári.
  3. Foreldrar hafi börn sín í vistun alla daga ársins og greiði fullt gjald eins og nú er.

Foreldrar yrðu að vera búin að skrá börnin sín með fyrirvara á skráningardagana sem yrðu:

  • Skráningu fram að áramótum verði skilað í upphafi skólaárs að hausti (t.d. til 20. ágúst).
  • Skráningu frá áramótum fram að sumarlokun verði skilað í lok árs (t.d. 20. nóv).

Umræddir dagar yrðu:

  • Dagar í dymbilviku.
  • Vikurnar fyrir og eftir sumarlokun.
  • Tímabil jólafrís í grunnskóla.
  • Vetrarfrí í grunnskóla.

Sjá nánar hér. Frestur er til 19. desember 2025.

Var efnið á síðunni hjálplegt?