Tilkynning – Lok tilraunaverkefnis um breyttan opnunartíma í þrektækjasal

Tilkynning – Lok tilraunaverkefnis um breyttan opnunartíma í þrektækjasal
Í haust hefur verið tilraunaverkefni að opna Íþróttamiðstöð þrisvar í viku kl. 6:00 í samræmi við niðurstöður íbúakönnunar. Tilraunin hefur skilað þeim upplýsingum að nokkur hópur fólks sækir ræktina snemma dags og nú eru því í undirbúningi lausnir til að mæta þessum þörfum.
 
Þær leiðir eru tæknilegs eðlis sem ekki eru tilbúnar og lýkur því tilraunaverkefninu um áramót eða 1. janúar 2026. Þá tekur við hefðbundinn opnunartími frá kl. 7:00 þangað til ný lausn verður kynnt.
 
Markmiðið er lausn sem tekur mið af þörfum notenda og raunhæfum rekstrarskilyrðum. Vonast er til að hægt verði að kynna nýja og endurbætta lausn fljótlega á nýju ári og verða íbúar upplýstir um framhaldið um leið og niðurstöður liggja fyrir.
 
Við þökkum öllum sem tóku þátt í tilraunaverkefninu og sýndu því áhuga.
Var efnið á síðunni hjálplegt?