Tilkynning frá íþróttamiðstöð

Tilkynning frá íþróttamiðstöð

Í byrjun næstu viku hefjast framkvæmdir við anddyri við aðal inngang íþróttamiðstöðvar.  Af þessum sökum verður ekki hægt að nota aðalinngang og afgreiðslu en við munum bjóða gestum og skólakrökkum að nota inngang á sundlaugarbakkanum í staðinn.  

Framkvæmdirnar koma til með að valda tímabundinni röskun.  Við viljum biðja gesti að taka jákvætt í þetta og leysa þetta með okkur.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Var efnið á síðunni hjálplegt?