Til notenda hitaveitunnar

Til notenda hitaveitunnar

Að gefnu tilefni er íbúum bent á að eftir að skipt var um hitaveitumæla er lesið af í hvert sinn sem reikningar eru sendir út (ekki áætlað).  Því er eðlilegt að hitaveitureikningar fyrir köldustu mánuði ársins séu tölvuert hærri en fyrir sumarmánuði.

Eftir miklar frosthörkur síðustu vikur er eðlilegt að reikningar séu jafnvel enn hærri en annars yfir vetrarmánuði.

Mikilvægt er að fylgjast vel með ofnum og nýtingu vatnsins.  Það þarf ekki nema einn bilaðan ofn til að notkunin hækki verulega.

Notendum er bent á að kynna sér upplýsingar á heimasíðu Húnaþings vestra, hitaveita. https://www.hunathing.is/is/thjonusta/veitur-og-samgongur/hitaveita

Ganglegar upplýsingar: 

 

Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?