Til hamingju með daginn kvenfélagskonur

Til hamingju með daginn kvenfélagskonur

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag, 1. febrúar. Kvenfélagskonur eru máttarstólpar í okkar góða sveitarfélagi og þær vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendir kvenfélagskonum sínum í Kvenfélaginu Björk Hvammstanga, Kvenfélaginu Freyju Víðidal, Kvenfélaginu Iðju Miðfirði, Kvenfélagi Staðarhrepps, Kvenfélaginu Iðunni Bæjarhreppi og Kvenfélaginu Ársól Vatnsnesi og Vesturhópi kærar kveðjur og þakkar góð störf í þágu samfélagsins.

Var efnið á síðunni hjálplegt?