Sumarvinna 2021– Flokkstjórar vinnuskóla og verkamaður í áhaldahús

Sumarvinna 2021– Flokkstjórar vinnuskóla og verkamaður í áhaldahús

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður og með kennslu í almennri vinnuskólavinnu. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu opinna svæða og stofnanalóða sveitarfélagsins.

Flokkstjórar við Vinnuskólann. Í starfinu felst umsjón með vinnuhópum ungmenna á aldrinum 13 til 16 ára og 16 ára og eldri. Tímaskráningar, tryggja að öryggisbúnaður sé notaður, Leiðbeina og vinna með ungmennunum.

Hæfniskröfur; Æskilegt er að umsækjendur séu 20. ára og eldri, reynsla af störfum með börnum og ungmennum æskileg, áhugi/reynsla af garðyrkjustörfum kostur, stundvísi og góð mæting skilyrði. Góðar fyrirmyndir og hæfni í mannlegum samskiptum eru mikilvæg.
_______________________________________

Verkamaður í áhaldahús. Starfið felst í vinnu undir stjórn rekstrarstjóra við ýmsar verklegar framkvæmdir og umhirðuverkefni á vegum áhaldahúsins.

Hæfniskröfur; vinnuvélaréttindi kostur og reynsla af sambærilegum störfum. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð vinnubrögð.

________________________________________

Vinnutímabil: 1. júní – 31. ágúst 2021. Daglegur vinnutími 8 stundir
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2021

Umsóknir sendist á;

Vegna flokkstjóra vinnuskóla;
Ína Björk Ársælsdóttir Umhverfisstjóri
Netfang: ina@hunathing.is
Sími: 455-2400 & 771-4959

Vegna starfs í áhaldahúsi;
Björn Bjarnason Rekstrarstjóri
Netfang: bjorn@hunathing.is
Sími: 455-2400 & 771-4950

Var efnið á síðunni hjálplegt?