Sumarstörf 2013

Sumarstörf 2013

 

Starfsfólk óskast til eftirfarandi starfa hjá Húnaþingi vestra sumarið 2013:

Flokkstjórar við Vinnuskólann. Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl einnig; Leiðsögn , hópefli og hvatning til góðra verka.  Í starfi flokkstjóra sláttuhóps felst skipulagning og stýring á vinnuhópum 16 ára og eldri við slátt, rakstur og önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur; hæfni í mannlegum samskiptum, góð fyrirmynd, stundvísi og samviskusemi. Unnið er virka daga frá kl. 8:00-17:00.

Verkamenn í áhaldahús. Í starfinu felast  ýmis verkefni á vegum sveitarfélagsins, t.d.  við viðhald veitna, sláttur á opnum svæðum og ýmisleg annað tilfallandi. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur, góð þjónustulund, Samviskusemi og stundvísi. Vinnuvélaréttindi kostur. Daglegur vinnutími er 8 stundir.

Starfsmenn í Íþróttamiðstöð. Umsækjendur munu sjá um afgreiðslu og eftirlit í sundlaug og íþróttasal, sjá um þrif og annað tilfallandi. Unnið er á vöktum. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast stöðupróf í sundi. Góð þjónustulund, metnaður og stundvísi. Heimilt er að senda umsóknir á netfangið sundlaug@hunathing.is

Leikjanámskeið. Umsækjendur munu vinna í tvær vikur fyrir hádegi með börnum fædd 2007-2004. Hæfniskröfur: Reynsla í störfum tengdum ungu fólki, stundvísi, létt lund, reykleysi og snyrtimennska. Heimilt er að senda umsóknir á netfangið sundlaug@hunathing.is

Skriflegri umsókn skal skilað á skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 2. apríl n.k., einnig er heimilt að senda umsóknir á netfangið alla@hunathing.is. Upplýsingar um launakjör veitir launafulltrú á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400

Var efnið á síðunni hjálplegt?