Styrkur til eflingar frumkvöðlastarfsemi í Húnaþingi vestra

Styrkur til eflingar frumkvöðlastarfsemi í Húnaþingi vestra

Þau ánægjulegu tíðindi bárust á dögunum að sveitarfélaginu var veittur styrkur úr Lóu-nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina til verkefnisins Efling frumkvöðlastarfsemi í Húnaþingi vestra. Alls hljóðar styrkurinn upp á 2.1 milljón króna.

Styrkurinn er veittur til forverkefnis sem gengur m.a. út á að kortleggja innviði til frumkvöðlastarfs í sveitarfélaginu og til samráðs við ýmsa hagaðila um hvaða leiðir eru vænlegastar til uppbyggingar stoðkerfis nýsköpunar.  Í styrksumsókn er jafnframt gengið út frá því að byggt verði á styrkleikum svæðisins og horft til þess að Félagsheimilið Hvammstanga fái hlutverk í stuðningsumhverfi nýsköpunar í sveitarfélaginu.  

Gera má ráð fyrir að vinna við verkefnið hefjist á næstu vikum og verði lokið í byrjun árs 2024.

Var efnið á síðunni hjálplegt?