Styrkjamöguleiki fyrir konur í atvinnurekstri

Styrkjamöguleiki fyrir konur í atvinnurekstri

Atvinnumál kvenna hafa auglýst eftir umsóknum um styrki. Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni.

Skilyrði er að verkefnið falli að eftirfarandi skilyrðum: 

  • Verkefnið sé í meirihluta eigu konu/kvenna (51%) og stjórnað af konu.
  • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
  • Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar.
  • Viðskiptahugmynd sé vel útfærð.
  • Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar (600.000), ásamt styrkjum til markaðssetningar og vöruþróunar að hámarki 4.000.000.

Konur í Húnaþingi vestra sem ganga með viðskiptahugmynd í maganum eru hvattar til að sækja um. Ráðgjafar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veita aðstoð við umsóknargerð. Sjá nánar hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?