Stóri PLOKKdagurinn - laugardaginn 24. apríl nk.

Stóri PLOKKdagurinn - laugardaginn 24. apríl nk.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. apríl næstkomandi. 
Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til þátttöku í STÓRA PLOKKDEGINUM! 

Á opnunartíma Hirðu laugardaginn 24. apríl verður hægt að nálgast ruslapoka til að fara út að plokka/tína rusl og fá ruslatínur til láns.

Opnunartími Hirðu á laugardögum er frá kl. 11:00-15:00

Þeir sem fara út að plokka geta koma með fulla poka í Hirðu og eftir það er hægt að setja pokana fyrir utan girðinguna.

Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleika í verki. 
 
Gleðilegt sumar !
 
Umhverfissvið
Var efnið á síðunni hjálplegt?