Stóri plokk dagurinn í Húnaþingi vestra

Stóri plokk dagurinn í Húnaþingi vestra
Leggjumst öll á eitt og hreinsum til í nærumhverfi okkar á Stóra plokk deginum, sunnudaginn 30. apríl.
 
Kl. 10-11 verður hægt að fá afhenta ruslapoka í Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5.
 
Ruslakör verða staðsett á Ráðhúsplaninu þar sem hægt verður að losa sig við afrakstur plokksins.
 
Þeir sem setja mynd inn á viðburðinn á facebook sem sýnir afrakstur plokksins og hvar plokkað var fara í pott og geta unnið glaðning.
 
Verum með - hreinsum til í nærumhverfinu eftir veturinn - margar hendur vinna létt verk!
Var efnið á síðunni hjálplegt?