Störf við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Störf við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra auglýsir tvær lausar stöður til umsóknar.

Um er að ræða:

Eina 60-65% stöðu til frambúðar frá 1. október 2023

Eina 10-20% stöðu, unnið þriðju hverja helgi og tilfallandi afleysingar.

Leitað er að einstaklingum sem hafa :
- ríka þjónustulund.
- góða hæfni í mannlegum samskiptum.
- reynslu af sambærilegum störfum.
- þekkingu á skyndihjálp og getu til að standast kröfur sem gerðar eru til sundlaugarvarða.

Lýsing á starfinu:

Starfið felur í sér viðveru samkvæmt vaktavinnuplani. Í starfinu felst meðal annars öryggisgæsla á útisvæði og í búningsklefum, þrif á öllum vistaverum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar, uppgjör, þjónusta við gesti íþróttamiðstöðvar og eftirlit með öryggiskerfum.

Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og æskilegt er að viðkomandi standist stöðupróf í sundi.

Vinnutími: Vaktavinna

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélagsins Samstöðu.

Umsóknir ásamt ferilskrá - og meðmælendum skulu sendast á netfangið tanja@hunathing.is.

Nánari upplýsingar veittar í sama netfangi.

Umsóknarfrestur er til 21. september 2023

Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?