Störf til umsóknar við Grunnskóla Húnaþings vestra

Störf til umsóknar við Grunnskóla Húnaþings vestra

Tvær stöður skólaliða í ræstingu eru lausar til umsóknar í Grunnskóla Húnaþings vestra. Um er að ræða 100% starf og 50% starf frá 1. ágúst 2021.

Umrædd störf eru aðallega í ræstingum á sameiginlegu húsnæði grunn- og tónlistarskóla en einnig er gert ráð fyrir að viðkomandi geti sinnt störfum við frímínútnagæslu, frístundastarf og annarra tilfallandi starfa undir verkstjórn umsjónarmanns skólamannvirkja.

Gert er ráð fyrir að daglegur vinnutími fyrsta starfsárið verði

*Fyrir fullt starf 11:00 - 19:00

*Fyrir hálft starf 15:00 - 19:00

Möguleiki er að daglegur vinnutími breytist ef þrif geta farið fram að stærri hluta á kennslutíma í samráði við viðkomandi starfsmenn.

Eftir fyrsta starfsárið er gert ráð fyrir að störfin færist alfarið yfir á dagvinnutíma og báðir aðilar sinni þrifum og gæslu á tímabilinu 8:00 - 16:00. Aðalhreingerning fer fram þegar kennsla fer ekki fram, s.s. í jólaleyfi, páskaleyfi og á sumrin.

 

Helstu verkefni og hæfnikröfur

*Þrif og aðalhreingerning

*Gæsla nemenda í skóla og frístundastarfi.

*Áhugi á að vinna með börnum er skilyrði.

*Jákvæðni, lipurð og góð færni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg.

*Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi.

*Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2021

*Ráðningartími er frá 1. ágúst 2021

*Upplýsingar um umsagnaraðila.

*Starfsferilsskrá.

Umsóknir skulu berast á netfangið siggi@skoli.hunathing.is.

Öllum umsóknum verður svarað.

Var efnið á síðunni hjálplegt?