Stöðugreining ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

Stöðugreining ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

Nú um ármótin lauk fyrsta hluta af þremur í stefnumótunarvinnu fyrir ferðaþjónustuna á Norðurland vestra sem hófst á haustdögum á vegum Samtaka sveitarfélaga í landshlutanum. Þessi fyrsti hluti fólst í stöðugreiningu ferðaþjónustunnar á svæðinu og hefur Hjörtur Smárason/Saltworks skilað áfangaskýrslu, sem inniheldur niðurstöður þeirrar vinnu. Í henni er aðallega tæpt á þeim hlutum sem í boði eru á svæðinu, hversu mikilli umferð það getur annað, hvað fólki finnst helst vanta og út frá því hvar tækifærin liggja.

Í öðrum hluta vinnunnar, sem nú stendur yfir, er unnið úr niðurstöðum rýniviðtala og vinnustofu, sem fram fór í nóvember s.l. Niðurstaðan  kemur til með að móta vörumerkjastefnu, sem verður ákveðið leiðarstef inn framtíðarvinnu þegar kemur að ímynd og orðspori svæðisins.

Lokahluti verkefnisins þar sem heildar stefnumótunin kemur saman í lokaskýrslu verður kynnt með vorinu og út frá henni stigin frekari skref í vöruþróun og nýsköpun. Ákveðin hluti þessarar vinnu mun svo einnig nýtast í þeirri vegferð að kynna landshlutan almennt.

Stöðugreininguna má finna HÉR

Áhugasöm geta haft samband við Davíð Jóhannsson, ráðgjafa á sviði ferðamála hjá SSNV,  david@ssnv.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?