Startup Stormur viðskiptahraðall

Startup Stormur viðskiptahraðall

Tækifæri fyrir frumkvöðla í Húnaþingi vestra til að þróa hugmyndir sínar.

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Hraðallinn er byggður upp að fyrirmynd viðskiptahraðla og er dagskrá sérhönnuð með þarfir teymanna sem taka þátt í huga og hafa þau þannig áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða.

Rafrænn kynningarfundur fer fram þriðjudaginn 5. september nk. frá kl. 11:30 - 12:00 í gegnum TEAMS, þar sem farið verður yfir öll helstu atriði Startup Storms ásamt því að fólki gefst kostur á að spyrja spurninga. Viðburðurinn á Facebook.

Startup Stormur fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast þrisvar sinnum meðan á hraðlinum stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Þátttakendur kynnast reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum, fjárfestum og stjórnendum fyrirtækja, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Startup Stormur hefst 4. október og lýkur 16. nóvember með lokaviðburð þar sem teymin sem taka þátt halda fjárfestakynningar.

Umsóknarfrestur í Startup Storm er til og með 21.september nk. Sótt er um á heimasíðu Norðanáttar - www.nordanatt.is

Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið nýsköpunarumhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR, SSNV og SSNE með stuðningi frá Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytinu.

Var efnið á síðunni hjálplegt?