Starfsmaður óskast

Húnaþing vestra óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn í fullt starf í þjónustumiðstöð (áhaldahús) sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands. Leitað er eftir áhugasömum og úrræðagóðum starfsmönnum sem geta unnið sjálfstætt.  Mjög æskilegt er að umsækjandi hafi vinnuvélaréttindi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Húnn Hilmarsson, rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs í síma 455-2400 og á netfanginu skuli@hunathing.is
Umsóknum, sem skulu vera skriflegar, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra fyrir kl. 16:00 föstudaginn 24. apríl nk. Starfsferilsskrá ásamt öðrum upplýsingum um umsækjanda skal fylgja starfsumsókn.

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?