Starfsmaður í heimaþjónustu HVE Hvammstanga

Starfsmaður í heimaþjónustu HVE Hvammstanga

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) Hvammstanga óskar eftir að ráða starfsmann í Snælduna heimaþjónustu, þróunarverkefni Húnaþings vestra og HVE um samþætta heimaþjónustu.

Ákjósanlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall er 50-100%, eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Heimastuðningur getur falið í sér:

  • Stuðning við heimilishald

  • Stuðning við athafnir daglegs lífs

  • Félagslegan stuðning

  • Heimsendan mat

  • Öryggisinnlit

Hæfniskröfur

Gerð er krafa um

  • Góða íslensku kunnáttu.

  • Bílpróf og umráð yfir bíl.

  • Góða hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð og faglegan metnað og gagnkvæma virðingu og háttsemi

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að vinna með öldruðum einstaklingum, einstaklingum með skerta starfsgetu eða fjölskyldum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélagið Samstaða hafa gert.

Sótt er um á starfatorg.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 10.09.2025

Nánari upplýsingar veitir

Sesselja Kristín Eggertsdóttir, snaeldan.heimathjonusta@hve.is

Sími: 432-1306

Henrike Wappler, snaeldan.heimathjonusta@hve.is

Sími: 432-1306

Var efnið á síðunni hjálplegt?