Starfskraft vantar í heimaþjónustu

 

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra leitar að starfskrafti í félagslega heimaþjónustu frá janúar til ágúst 2015 vegna veikinda.

Um er að ræða 50% starf í heimaþjónustu á Hvammstanga og í dreifbýli. Starfið felst aðallega í því að sjá um almenn þrif á íbúðum, fara í sendiferðir (t.d. innkaup) og veita persónulega aðstoð.  Laun eru greidd skv. SGS samningi.

Þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum og almenn kunnátta við þrif eru nauðsynleg.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Henrike Wappler, umsjónarfélagsráðgjafa, sem fyrst.

Umsóknarfrestur um starfið er til 8.1.2015 og skulu umsóknir vera skriflegar og berast í Ráðhús Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5.

Var efnið á síðunni hjálplegt?