Húnaþing vestra auglýsir laust tímabundið starf þroskaþjálfa
Húnaþing vestra auglýsir 53% starf þroskaþjálfa með viðveru í leik- og grunnskóla. Önnur sérhæfð menntun sem nýtist í stafi með börnum kemur einnig til greina.
Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 1. ágúst 2025 til 31. júlí 2026. Möguleiki er á að útfæra vinnutíma samkvæmt samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þátttaka í gerð og eftirfylgni einstaklingsnámsáætlana.
- Samstarf við fagfólk innan skólanna og aðstandendur nemenda.
- Ráðgjöf og þjálfun starfsmanna grunn- og leikskóla vegna tiltekinna barna.
- Þjálfun barna.
- Gera frummat á þörfum einstaklinga eða aðstoða við að tryggja aðgang að slíku mati.
- Skýrslugerð um einstaka mál sem viðkomandi hefur til meðferðar.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Þroskaþjálfamenntun eða önnur sérhæfð menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af vinnu með börnum með sérþarfir er kostur.
- Færni í samskiptum og jákvæðni í starfi.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og teymisvinna.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
Kjör og starfsskilyrði:
- Starfið er launað samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
- Starfsstöðin er innan leik- og grunnskóla í Húnaþingi vestra en heyrir undir fjölskyldusvið.
- Möguleiki er á sveigjanleika í vinnutíma og skipulagi, eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2025.
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið: siggi@hunathing.is
Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, siggi@hunathing.is, 455-2400.