Starf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið starf stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða 50-75% starf frá 1. október 2016 til 31. maí 2017. Vinnutími er á bilinu  8:00 til 15:00.

Leitað er að einstaklingi meðskipulagshæfileika, lipurð í mannlegum samskiptum, hæfni til að sýna frumkvæði í starfi og taka þátt í samstarfi.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin.

Frekari upplýsingar veitir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri 4552911/8625466

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2016. Umsóknir berist á skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið grunnskoli@hunathing.is.

Skólastjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?