Starf skjalavarðar á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu og umsjónarmanns fjarnámsstofu

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu og umsjónarmanns fjarnámsstofu. Um er að ræða 75% starf, 50% starf við héraðsskjalasafn og 25% við fjarnámsstofu . Athugið að starfshlutfall við héraðsskjalasafnið er á föstum viðverutíma en það sem snýr að fjarnámsstofu er óreglulegt og er sinnt eftir þörfum. Skjalavörður og umsjónarmaður fjarnámsstofu vinnur að skráningu skjala og varðveislu þeirra, hann ber ábyrgð á fjarnámsstofu og sér til þess að aðgengi nemenda að henni sé ávallt gott.

 

Hæfniskröfur

Góð samstarfshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni.

Áhugi á sögu Vestur-Húnavatnssýslu.

Þekking á skjalaskráningu kostur.

Góð íslensku og enskukunnátta.

Góð tölvukunnátta og færni.

 

 Nýr skjalavörður og umsjónarmaður fjarnámsstofu hefur störf sem allra fyrst. Upplýsingar um starfið gefur Sólveig H. Benjamínsdóttir, forstöðumaður safna, og umsóknir skulu sendar til hennar á netfangið solveig@hunathing.is. Umsóknarfrestur er til 26. september n.k.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?