Starf í boði

Hvammstangi í Húnaþingi vestra er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en íbúar í Húnaþingi vesta eru um 1.200. Hvammstangi er í alfaraleið, aðeins 6 km. frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík og Akureyri. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Skólar í Húnaþingi vestra eru grænfánaskólar. Þeir eru staðsettir á Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri.


SÁLFRÆÐINGUR


Fjölskyldusvið Húnaþings vestra auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Um er að ræða 100% stöðugildi.
Verksvið: Félagsþjónusta- og velferðarmálefni: ráðgjöf, greining, leiðsögn, einstaklinga og fjölskyldna; barnavernd, teymisviðfangsefni.
Á Fjölskyldusviði starfa félagsráðgjafi, þroskaþjálfi, kennsluráðgjafi, íþrótta- og tómstundafulltrúi auk sviðsstjóra.
Umsækjandi skal hafa starfsbundin réttindi til starfa sem sálfræðingur á Íslandi, hafi til að bera góða samskiptahæfni, ríkt frumkvæði og samstarfsvilja til þverfaglegs samstarfs.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru greidd skv. samningum Sálfræðingafélagsins og sveitarfélaganna.
Frekari upplýsingar veitir Eydís Aðalbjörnsdóttir sviðsstjóri Fjölskyldusviðs s. 4552400 s. 8451345. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf og umsagnaraðila berist Fjölskyldusviði Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 530 Hvammstanga eða á netfangið eydis@hunathing.is.

Umsóknarfrestur er til 5.maí 2013

Var efnið á síðunni hjálplegt?