Staða framkvæmda við sundlaug

Staða framkvæmda við sundlaug

Síðustu viku hefur áfram verið unnið að því að ljúka við tengivinnu í kjölfar gerð lagnakjallarans við sundlaugina. Vaðlaugin er nú komin í fulla virkni ásamt trúðapotti og lauginni sjálfri. Rennibrautin kemst gagnið eftir nokkra daga. Við vinnu við gangsetningu heita pottarins kom hins vegar í ljós alvarleg bilun í búnaði. Nú er ljóst þann búnað borgar sig ekki að gera við og þarf að panta nýjan erlendis frá. Því miður er nokkur bið eftir því að hann komi til landsins og má gera ráð fyrir að heiti potturinn verði lokaður eitthvað áfram. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Var efnið á síðunni hjálplegt?