Sorphirða - Útboð

Sorphirða - Útboð

 

 

Sveitarfélögin Húnaþing vestra, Skagaströnd og Skagabyggð óska eftir tilboðum í verkið:

Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Húnavatnssýslum 2023-2026

Verkið felst í tæmingu á sorp- og endurvinnsluílátum við hús í Húnaþingi vestra, Skagaströnd og Skagabyggð, flutningi úrgangs og afsetningu ásamt rekstri gámastöðva á Skagaströnd.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Útboðsgögn fást send frá og með þriðjudeginum 13. júní 2023. Sendið beiðni á tryggvi.thor.logason@efla.is og gefið upp nafn samskiptaaðila í útboði, símanúmer og netfang.

Tilboðum skal skilað til skrifstofu Skagastrandar, Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd, fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 18. júlí 2023 og verða þau opnuð þar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?