Söfnun á rúlluplasti - nóvember 2025

Söfnun á rúlluplasti  - nóvember 2025

Söfnun á rúlluplasti fer fram í sveitarfélaginu frá mánudeginum 24. nóvember til fimmtudags 27. nóvember nk.

Þeir sem óska eftir þjónustunni, tilkynna það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma: 455-2400 eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is
fyrir klukkan 12, föstudaginn 21. nóvember.

Koma þarf fram heimilisfang viðkomandi bæjar, nafn og símanúmer eiganda.

Mikilvægt er að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti.

Mikilvægt er að plastið sé komið út á hlað þegar bíll frá Terra kemur og sækir.

Skv. nýjum upplýsingum frá Terra má setja plast í stórsekki og skila þannig.

Frekari upplýsingar um flokkun á bændaplasti má finna hér.

Eins veitir umhverfisfulltrúi upplýsingar um flokkun og skil í síma 455-2400 eða á umhverfi@hunathing.is

Var efnið á síðunni hjálplegt?