Slökkviliðsmenn Húnaþings vestra þjálfaðir upp í vettvangsliða

Slökkviliðsmenn Húnaþings vestra þjálfaðir upp í vettvangsliða

Undanfarin mánuð hafa slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Húnaþings vestra setið bóklegt og verklegt námskeið í Vettvangshjálp, First Responder. Um liðna helgi fór fram verkleg kennsla sem lauk með verklegum og bóklegum prófum.

Sjúkraflutningaskólinn hefur boðið upp á þessi námskeið síðustu árin þeim aðilum sem líklegir eru til að verða fyrstir á vettvang slysa s.s. lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita. Einnig hafa þau sveitafélög sem ekki hafa sjúkrabifreiðar á staðnum menntað upp vettvangsliða hópa með góðum árangri. Þetta námskeið er t.a.m. komið inn í kennsluskrá lögreglumanna sem stunda þar lögreglunám við Háskólann á Akureyri. Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli og staðfært að íslenskum aðstæðum. Í kennslunni er m.a. fjallað um öryggi og sóttvarnir, líffæra og lífeðlisfræði, lífsmörk, öndunarhjálp, endurlífgun, skoðun og mat áverkasjúklinga, meðhöndlun áverka svo eitthvað sé nefnt.

Þetta námskeið eflir okkar lið til muna þegar kemur að okkar vinnu við bílslys og eykur þekkingu okkar og öryggi til aðstoðar við umönnun sjúklinga á slysavettvangi, ásamt því að sveitarfélagið hefur nú eignast 13 manna glæsilegan vettvangliða hóp sem eykur öryggi okkar allra.

Hér eru nokkrar myndir frá námskeiðinu um liðna helgi.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?