Skólahreysti í beinni útsendingu á Rúv kl. 14:00 í dag

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra 2022 fyrir brottför, á myndina vantar Júlíu Jöru. Myndin er fengin a…
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra 2022 fyrir brottför, á myndina vantar Júlíu Jöru. Myndin er fengin að láni frá vefsíðu Grunnskóla Húnaþings vestra

Það voru spennt ungmenni sem lögðu af stað í morgun til Reykjavíkur til að fylgjast með og taka þátt í keppni skólahreysti. Keppnin hefst kl. 14:00 og er sýnd á RÚV. Í fyrra þegar liðið keppti voru engir áhorfendur leyfðir en nú fer allt unglingastig skólans með svo ljóst er að það verður mikil stemming á pöllunum.

Keppendur í ár eru öll nemendur í 10.bekk:

Anton Einar Mikaelsson

Dagbjört Jóna Tryggvadóttir

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Júlía Jara Ólafsdóttir

Varamenn eru:

Bjarkey Rós Þormóðsdóttir

Einar Örn Sigurðsson

 

Áfram Grunnskóli Húnaþings vestra!

Var efnið á síðunni hjálplegt?