Skólahreysti bein útsending frá úrslitum kl. 19:40

Skólahreysti bein útsending frá úrslitum kl. 19:40

Krakkarnir í Grunnskóla Húnaþings vestra gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í sínum riðli í undanúrslitum Skólahreysti sl. fimmtudag og tryggðu sér um leið sæti í úrslitum landskeppninar sem er glæsilegur árangur. 

Í kvöld kl. 19:40 verður bein útsending á RÚV frá úrslitum Skólahreysti í Laugardagshöll þar sem þau verða meðal keppenda.  

Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.

Óskum krökkunum í Grunnskóla Húnaþings vestra góðs gengis í úrslitunum í kvöld. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?