Skákdagur Íslands þann 26. janúar

Í dag þann 26. janúar er Skákdagur Íslands haldinn um land allt.

Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv.forseta Alþjóða skáksambandsins FIDE, sem verður 81 árs.
Af því tilefni hefur Íþróttamiðstöðin fjárfest í svokölluðu sundtaflsetti sem hægt verður að fá lánað hvenær sem fólki langar í „sundlaugarskák“ í heita pottinum.

Miðvikudagskvöldið 27. janúar nk., klukkan 20:00, munu Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri og Valdimar Gunnlaugsson framkvæmdarstjóri Kormáks vígja taflið og taka fyrstu skákina. 


Tanja Ennigarð

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?