Sjónaukinn hefur göngu sína á ný

Mynd: Sóley Halla Eggertsdóttir.
Mynd: Sóley Halla Eggertsdóttir.

Útgáfa Sjónaukans hefur nú verið endurvakin. Selasetrið hefur umsjón með útgáfunni og mun blaðið koma út vikulega. Eins og áður þá mun blaðið innihalda auglýsingar um það helsta sem er á döfinni í sveitarfélaginu og er fólk hvatt til að nýta sér þennan möguleika til að koma skilaboðum á framfæri.

Blaðið mun liggja frammi á fjölförnum stöðum, svo sem Kaupfélaginu, Íþróttamiðstöðinni og víðar. Hvetjum við fólk til að grípa með sér blað. 

Blaðið er einnig aðgengilegt í vefútgáfu á vefsíðunni sjonaukinn.is

Við óskum nýjum útgefendum sjónaukans til hamingju með útgáfuna.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?