Sigurbjartur ráðinn sviðsstjóri

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 14. mars sl. var samþykkt að ráða Sigurbjart Halldórsson í starf sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs frá og með 18. mars nk.

Sigurbjartur útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 1990 og hefur síðan starfað við hönnun, mælingar, eftirlit, úttektir o.fl. ásamt því að vera aðstoðarmaður og staðgengill byggingarfulltrúa í Hafnarfirði. Sigurbjartur var valinn úr hópi 10 umsækjenda sem hér með er þakkað fyrir að sýna starfinu og sveitarfélaginu áhuga.

Sem fyrr segir mun Sigurbjartur hefja störf þann 18. mars nk. og vill undirritaður f.h. sveitarstjórnar bjóða hann velkominn til starfa í Húnaþingi vestra.

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.

Var efnið á síðunni hjálplegt?