Sigur í riðlakeppni Skólahreysti

Sigur í riðlakeppni Skólahreysti

Lið Grunnskóla Húnaþings fór með sigur úr býtum í riðlakeppni Skólahreysti sem fram fór 30. apríl. Sigruðu þau í þremur keppnisgreinum af fimm. Hafþór Ingi sigraði í upphífingum, Jóhanna Guðrún í hreystigreip og Inga Lena og Daníel í hraðaþraut. Sigurinn færir þeim sæti í úrslitum keppninar sem fram fara í lok maí. 

Við óskum liðinu og þjálfurum hjartanlega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að hvetja þau til dáða í úrslitunum,

Keppendur í ár eru:

Hafþór Ingi Sigurðsson, upphífingar og dýfur

Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir, hreystigreip og armbeygjur

Inga Lena Apel Ingadóttir, hraðaþraut

Daníel Rafn Kjartansson, hraðaþraut

Varamenn í ár eru Sverrir Franz Vignisson og Aníta Rós Brynjarsdóttir

Þjálfarar liðsins eru sem fyrr Magnús Vignir Eðvaldsson og Sara Ólafsdóttir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?