Sigur í riðlakeppni Skólahreysti

Rökkvi, Friðrik, Victor, Nóa, Saga og Elma á verðlaunapallinum. Mynd: Sirrý Ársæls.
Rökkvi, Friðrik, Victor, Nóa, Saga og Elma á verðlaunapallinum. Mynd: Sirrý Ársæls.

Lið Grunnskóla Húnaþings vestra fór með sigur úr býtum í riðlakeppni Skólahreysti sem fram fór 17. apríl sl.   Þau unnu þrjár greinar af fimm sem skilaði þeim öruggum sigri. Victor vann upphífingar og var í 7. sæti í dýfum. Nóa vann hreystigreip og var í 2. sæti í armbeygjum. Saga og Friðrik unnu svo hraðaþrautina.

Við óskum þessu frábæra liði innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að hvetja þau til dáða í úrslitakeppninni sem fer fram þann 25. maí.

Lið Húnaþings vestra skipa:  Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?