Samþykkt deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti 19. maí 2018 deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 13. febrúar 2018 til 27. mars 2018. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með lagfæringum.

 

Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

 

 

 

Virðingarfyllst
sveitarstjóri Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?