Samfélagsviðurkenning Húnaþings vestra

 

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra óskar eftir tilnefningum frá  íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín í þágu samfélags okkar. Allir koma til greina, jafnt einstaklingar,fyrirtæki sem og félagasamtök, sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum fyrirmynd.

 

Tilnefningar má senda á bréfleiðis til fjölskyldusviðs, Ráðhúsinu  Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga, eða á netfangið esther@hunathing.is.

 

Skilafrestur er til miðnættis 15. janúar 2015

Var efnið á síðunni hjálplegt?