Reikningar frá Húnaþingi vestra nú inn á island.is

Reikningar frá Húnaþingi vestra nú inn á island.is

Allir reikningar sem útgefnir eru af Húnaþingi vestra eru nú sendir í pósthólf gjaldenda á island.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Reikningar frá 1. janúar 2024 birtast í pósthólfinu. Allir lögráða einstaklingar eiga pósthólf á island.is og er farið inn á það með rafrænum skilríkjum.

Reikningar lögaðila birtast sömuleiðis í pósthólfinum, en lögaðilar geta með einföldum hætti úthlutað umboðum til starfsmanna sem starfa sinna vegna eiga að hafa aðgang að því. Þeir starfsmenn fara þá inn á síðuna með sínum rafrænu skilríkjum.

Á undanförnum misserum hefur vægi stafrænna lausna verið að aukast hjá sveitarfélaginu eins og hjá öðrum opinberum aðilum. Dregið hefur verið úr útsendingu pappírs og stefnt að því að hætta því alfarið innan tíðar nema til þeirra sem óska sérstaklega eftir gögnum á pappír. Jafnframt verður gerð sú breyting síðar á árinu að aðeins verður tekið við rafrænum reikningum. Verður það kynnt vel þegar að því kemur. 

Jafnframt er unnið að stafvæðingu ýmissa eyðublaða og umsókna sem einnig verður kynnt betur síðar.

Var efnið á síðunni hjálplegt?