Reikningar frá Húnaþingi vestra eru inn á island.is

Reikningar frá Húnaþingi vestra eru inn á island.is

Að gefnu tilefni vijum við minna á að nú eru allir reikningar sem útgefnir eru af Húnaþingi vestra og Hitaveitu Húnaþings vestra sendir í pósthólf gjaldenda á island.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Reikningar frá 1. janúar 2024 birtast í pósthólfinu. Allir lögráða einstaklingar eiga pósthólf á island.is og er farið inn á það með rafrænum skilríkjum.

Reikningar lögaðila birtast sömuleiðis í pósthólfinu, en lögaðilar geta með einföldum hætti úthlutað umboðum til starfsmanna sem starfa sinna vegna eiga að hafa aðgang að því. Þeir starfsmenn fara þá inn á síðuna með sínum rafrænu skilríkjum.

Á undanförnum misserum hefur vægi stafrænna lausna verið að aukast hjá sveitarfélaginu eins og hjá öðrum opinberum aðilum. Dregið hefur verið úr útsendingu pappírs og stefnt að því að hætta því alfarið innan tíðar nema til þeirra sem óska sérstaklega eftir gögnum á pappír. Jafnframt verður gerð sú breyting síðar á árinu að aðeins verður tekið við rafrænum reikningum.

Nú er búið að setja öll eyðublöð og umsóknir inn á íbúagátt sveitarfélagsins, hún er hér. 

Við viljum minna sérstaklega á að mörg eyðublöð sækja sjálfkrafa ýmsar upplýsingar um umsækjendur (nafn, kennitala, sími, heimilisfang og slíkt), og ekki er hægt að halda áfram með umsóknir nema það fyllist út. Í þeim tilfellum þarf að skrá upplýsingarnar í Notendaupplýsingar, og þarf einungis að gera það einu sinni og kerfið man þær. 

Notendaupplýsingar má finna í flipa efst til hægri í íbúagáttinni. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?